BÆNDABLAÐIÐ: SÉRFRÆÐINGAR VARA VIÐ INNFLUTNINGI Á HRÁU KJÖTI
09.03.2017
Bændablaðið, sem út kom í dag, fimmtudag, fjallar um erindi sem tveir vísindamenn fluttu á fundi í Iðnó í Reykjavík fyrir hálfri annarra viku undir heitinu, Innflutningur á ferskum matvælum - hver er hættan?. Í Bændablaðinu er ítarleg og afar fagmannlega unnin úttekt á erindum vísindamannanna og fær hvor um sig nánast heila opnu í blaðinu þar sem blaðið gerir grein fyrir málflutningi þeirra.