07.05.2017
Ögmundur Jónasson
Í ljósi áhuga margra alþingismanna að banna starfsemi ÁTVR og flytja verslun með áfengi inn í almennar verslanir, er ástæða til að vekja sérstaklega athygli á málþingi sem Fræðsla og forvarnir (Fræ) boða til á þriðjudag í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands, Krabbameinsfélag Reykjavíkur, SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, IOGT á Íslandi og Embætti landlæknis.. Málþingið er öllum opið og gjaldfrjálst.