27.12.2016
Ögmundur Jónasson
Um miðjan desember sótti ég ráðstefnu á vegum Institute for Cultural Diplomcy, ICD, í Berlín. Á ráðstefnunni voru samankomnir stjórnmálamenn, fræðimenn og fulltrúar aðskiljanlegra stofnana, sem láta sig stjórnmál og stjórnmálaþróun varða og telja til góðs og til þess fallið að draga úr fordómum að leiða saman fólk af ólíkum menningarheimum. . . Ljóst er að áhyggjur fara vaxandi yfir því hvert kunni að stefna í stjórnmálalífi margra þjóða þótt mér finnist það sem kalla má stofnanaveldi stjórnmálanna, ekki gera sér grein fyrir því hve alvarlegt það er þegar hin formlegu stjórnmál verða viðskila við grasrót samfélagsins.