22.03.2017
Ögmundur Jónasson
Mig langar til að hvetja ykkur að koma á tónleika Ögmundar Þórs Jóhannessonar í Hannesarholti, laugardaginn 1. apríl klukkan 20.. Það er ekki vegna þess að Ögmundur heitir sínu ágæta nafni sem ég er með þennan áróður heldur vegna þess að enginn sem kemur á tónleika þessa gítarsnillings verður af því svikinn.