03.02.2017
Ögmundur Jónasson
Ég var viðstaddur janúarþing Evrópuráðsins en ég lét þarmeð formlega af þingmennsku þar. Hlotnaðist mér sá heiður að vera gerður að heiðursfélaga þingsins, Honorary associate of the Parliamentary Assembly of the Council of Europe, fyrir framlag til starfa Evrópuráðsins á undanförnum rúmum þremur árum og tók ég við þeirri viðurkenningu úr hendi Pedro Agramunt, sem nú gegnir stöðu forseta þingsins.