Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom fram á ráðstefnu síns flokks og í kjölfarið í fjölmiðlum og sagðist tala fyrir einföldum lausnum.
Á fundi fulltrúa fjármálaráðuneytisins með stjórnarandstöðunni á Alþingi í dag, var okkur kynnt nýtt samkomulag, um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 17/18.09.16.. Margir virðast þrá að fá að lifa eftir reglustriku. Miðstýrð hugsun Evrópusambandsins svarar þessu ákalli fullkomlega því samkvæmt þeirri hugsun er öllu „mér finnst" og „mig langar" og „væri þetta ekki skynsamlegt og eftirsóknarvert" vikið til hliðar fyrir einni reglu sem öllum beri að hlýða.
Norski þjóðfélagsrýnirinn Asbjörn Wahl hefur gert mjög góða úttekt á ástæðunum fyrir niðurstöðunni í Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunni í Bretlandi síðastliðið vor.
Mikill hugaræsingur er víða vegna nýgerðra búvörusamninga. Brigslyrði og ásakanir ganga á víxl. Fjölmiðlar, sumir hverjir, krefja þingmenn sagna um afstöðu eða afstöðuleysi eftir atvikum og er sérstaklega til umræðu að margir hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu.
Á heimasíðu sænsku friðarstofnunarinnar Transnational Foundation for Peace and Future Research, TFF, er tilvitnun í fransk/kúbanska rithöfundinn Anaïs Nin þar sem hún segir á þessa leið: Við greinum veröldina ekki eins og hún er, heldur eins og við erum.
Birtist í Fréttablaðinu 09.09.16.. Forsvarsmenn nokkurra einkarekinna útvarpsstöðva hafa í tvígang skrifað sameiginlega greinar í blöð til að leggja áherslu á kröfur sínar um að skatta- og lagaumhverfi ljósvakamiðlanna tryggi þeim jafna samkeppnisstöðu á við Ríkisútvarpið.