24.01.2016
Ögmundur Jónasson
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23/24.01.16.. Ef í ljós kæmi í þjóðaratkvæðagreiðslu eða fram kæmu sannfærandi vísbendingar í skoðanakönnunum, að tiltekið lagafrumvarp stríddi gegn meirihlutavilja þjóðarinnar, öll almannasamtök sem tjáðu sig um frumvarpið væru því andvíg, fagaðilar og sérfræðingar vöruðu við því, það kæmi óvéfengjanlega til með að bitna á ríkissjóði og þar með skattgreiðendum, það myndi koma illa við neytendur í verðlagi og vöruúrvali - hvað mynduð þið kalla það ágætir lesendur ef um helmingur þingmanna tæki sig til við slíkar aðstæður og ákvæði að virða lýðræðislegan vilja að vettugi, hunsa þá sem hefðu mesta þekkingu á málinu, blása á allar rannsóknarskýrslur og lögfesta frumvarpið? . . Ég gleymdi einu: Blása á samþykkta stefnu í lýðheilsumálum sem bæði síðasta ríkisstjórn og sú sem nú situr hafa samþykkt.