
NÚ MAINE - NÆST TEXAS EÐA BÆJARALAND?
13.06.2014
Hugsanlega er það vankunnátta mín sem olli því að ég staldraði við frétt í Fréttablaðinu á þriðjudag. Þar segir frá því að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra og Paul LePage, ríkisstjóri Maine í Bandaríkjunum, hafi skrifað undir samkomulag um aukið samstarf á milli Maine og Íslands: . . "Samkvæmt samkomulaginu verður unnið að því að efla viðskiptatengsl Íslands og Maine meðal annars með áherslu á orkumál, viðskiptaþróun, samgöngur, nýtingu náttúruauðlinda og menningarmál.