Eflaust ætla einhver að vera við Geysi á laugardag klukkan hálf tvö til að standa á lagalegum rétti okkar um gjaldfrjálsa aðkomu að náttúrundrum Íslands.. Þetta gæti orðið skemmtilegur helgarbíltúr.
Það er einkar ánægjulegt að sjá hvernig samfélagið er að bregðast við gjaldheimtumönnunum sem ætla að taka sér vald til að rukka ferðamenn, í eigin þágu, innlenda sem erlenda, sem vilja njóta íslenskrar náttúru.
Á Alþingi í dag beindi ég spurningu til Bjarna Benediktssonar, fjarmálaráðherra, um gjaldtökuna við Geysi. Fann ég að því að viðbrögð stjórnvalda við ólöglegri galdtöku á Geysissvæðinu væru linkuleg.
Það er ekki ýkja langt síðan farið var að rukka ferðamenn við Kerið og síðan við Geysi. Það er hins vegar svo langt um liðið að stjórnvöld hefðu átt að vera búin að taka í taumana og stöðva gjaldtökuna því hún er ólögleg.
Birtist í DV 28.03.14.. Ég vissi aldrei alveg hvort það var satt eða logið, sem sagt var um Mobutu Sese Seko einræðisherra í Kongó, síðar Zaire, á árunum 1965 til 1997, að hann hefði haft ráð undir rifi hverju til að hygla stuðningsmönnum sínum og ættmennum.. Ef ættmenni gerðust fjárvana hafi einfaldlega verið komið upp nýju tollhliði á alþjóðaflugvellinum í höfðuborginni Kinshasa.