Við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins mættum í morgunþátt Bylgjunnar, Í Bítið, að ræða málefni líðandi stundar, að þessu sinni nýafstaðið þing Evrópuráðsins þar sem ég var einn af þremur fulltrúum Íslands og síðan nýframkomin fjárlög.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 06.10.13.. „Skyldan til að vernda," („Responsibility to protect"), var heiti skýrslu sem út kom á vegum Alþjóðanefndarinnar um íhlutun og fullveldi ríkja (International Commission on Intervention and State Sovereignty), sem Kanadastjórn hafði komið á fót í árslok 2001.
Ég hef gagnrýnt Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra fyrir að liggja nánast á hnjánum frammi fyrir erlendum fjárfestingaspekúlöntum að biðja þá að koma hingað til lands með úttroðna vasa fjár til að ávaxta sitt pund.
Björn Zoega sagði af sér sem forstjóri Landspítalans í dag. Ráðherra segir að nýr forstjóri verði ráðinn á þriðjudag. (Ekki virðist eiga að auglýsa stöðuna.) . Björn Zoega segir Landspítalann kominn fram á hengiflugið, fram á bjargbrúnina.
Birtist í DV 23.09.13.. Fyrir helgina voru fjórar stórfréttir út Stjórnarráðinu sem vekja óhug. Í fyrsta lagi boðar formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, einkavæðingu á fjórðungi eignarhalds Landsbankans.