Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að enn þurfi að rannsaka fýsileika þess að leggja sæstreng. Þó sé þegar augljóst að hann geti gagnast okkur sem öryggistæki.
Í Bítinu á Bylgjunni í morgun ræddum við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins um yfirlýsingar landeigenda á Geysissvæðinu um að engum komi það við öðrum en landeigendum hvort þeir innheimti gjöld við náttúruperlur Íslands.
Hugmyndir Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, ferðamálaráðherra, um gjaldtöku við eftirsóttar náttúruperlur, hafa greinilega komið róti á huga nokkurra landeigenda, sem telja sig nú geta makað krókinn með gjaldtöku.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 12.01.14.. Fyrir áramótin fluttu fjölmiðlar fréttir af því að ýmsir landeigendur og sveitarstjórnarmenn væru farnir að ókyrrast yfir því að geta ekki byrjað að rukka fólk fyrir að njóta náttúrunnar.
Nú leikur allt á reiðiskjálfi í fréttatíma eftir fréttatíma vegna verðhækkana. Allt er sett undir sama hatt, komugjöld á heilsugæslu, verð á kjötvöru og súkkulaði.
Í morgunþætti Bylgjunnar ræddum við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eins og stundum áður á þeim vettvangi, málefni sem hátt ber í þjóðmálaumræðunni.