
ÞAÐ ER VERIÐ AÐ BREYTA ÍSLANDI
16.03.2014
Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra, sagði i sjónvarpi fyrir fáeinum dögum að þeir eigi "að borga sem njóta" og var þar með að réttlæta gjaldtöku við ferðamannastaði og i kvöld sáum við í sónvarpsfréttum hvernig þau sem ekki voru tilbúin að borga við Geysi "nutu" i samræmi við það - utan girðingar.