
ENN UM ÍBÚÐALÁNASJÓÐ
09.11.2013
Enn efndi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til fundar um rannsóknarskýrslu Alþingis um Íbúðalánasjóð. Að þessu sinni komu fyrir nefndina Hallur Magnússon, fyrrum sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði og síðan núverandi forstöðumaður ÍLS, Sigurður Erlingsson, ásamt sviðsstjóra fjármálasviðs sjóðsins, Sigurði Jóni Björnssyni.