
SAKAR NOKKUÐ AÐ SÝNA UMBURÐARLYNDI Í LAUGARNESI?
02.11.2013
Í gær birtist frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni, „Klagar borgina fyrir linkind í Laugarnesi". Um er að ræða meintan seinagang borgarinnar við að framfylgja ítrustu kröfum um að útmá verk Hrafns Gunnlaugssonar, kvikmyndaleikstjóra, fyrir utan lóðarmerki heimilis hans en Hrafn býr í fjöruborðinu í Laugarnesi.