10.08.2010
Ögmundur Jónasson
Birtist í Fréttablaðinu 09.08.10.. Nokkuð óvenjuleg grein birtist í Fréttablaðinu sl. laugardag. Hún er eftir varaþingmann Samfylkingarinnar, Önnu Margréti Guðjónsdóttur, og fjallar um skrif mín í Morgunblaðinu sem ekki eru skýrð en harðlega fordæmd, sagt er að þau séu ekki málefnaleg og „kalli því ekki á málefnaleg viðbrögð"! Skrif mín lýsi „undarlegum" viðhorfum og veki „ónotatilfinningu" sem hafi „trúlega verið markmiðið." Anna Margrét er sjálfri sér samkvæm um að bregðast ekki við málefnalega og skilur hún lesendur, sem ekki þekkja skrif mín, eftir í lausu lofti en með þá tilfinningu að ég hafi sagt eitthvað sem ekki megi segja.. Ég ætla í fullri hógværð að leyfa mér að halda því fram að skrif mín hafi verið málefnaleg og leyfi ég mér að óska eftir viðbrögðum á slíkum nótum.. Málavextir eru í grófum dráttum þessir: Síðastliðinn fimmtudag birtist eftir mig grein í Morgunblaðinu þar sem ég fjallaði um Ísland og Evrópusambandið.