Fara í efni

Greinar

FB logo

ALRÆÐI EÐA LÝÐRÆÐI?

Birtist í Fréttablaðinu 11.06.09.. Minn gamli félagi á Alþingi, Kristinn H. Gunnarsson, er ekki hrifinn af því að ég vilji breyta lögum um Seðlabanka Íslands og færa hann undir lýðræðislegt almannavald.. Að undanförnu hef ég gagnrýnt Seðlabankann fyrir að halda uppi vaxtastigi sem þrengir hættulega að skuldsettum heimilum og fyrirtækjum.
ÁBENDINGAR BSRB

ÁBENDINGAR BSRB

Jafnréttisnefnd BSRB hefur sent frá sér ályktun þar sem hafnað er "atvinnustefnu á kostnað kvenna". Í ályktuninni er hvatningu beint til ríkisstjórnar og samningsaðila á vinnumarkaði að standa vörð um velferðarþjónustuna:  "Starfsfólk í velferðarkerfinu - á sjúkrahúsum, í heilsugæslunni, á stofnunum fyrir fatlaða og í skólum, er í yfirgnæfandi meirihluta konur.
Á SEÐLABANKINN AÐ ÞJÓNA FÓLKI EÐA FJÁRMAGNI?

Á SEÐLABANKINN AÐ ÞJÓNA FÓLKI EÐA FJÁRMAGNI?

Fróðlegt er að fylgjast með viðbrögðum við þeim ummælum mínum að Seðlabanki eigi að taka mið af almannahag í ákvörðunum sínum um vexti og að hann eigi að  lúta lýðræðislegu valdi í stað þess að þjóna handhöfum fjármagns.
ALLA ÍSLENDINGA Í SAMA BÁTINN

ALLA ÍSLENDINGA Í SAMA BÁTINN

Viðtal í Fréttablaðinu 6.06.09. Ögmundur Jónasson hefur starfað sem fréttamaður og kennari og verið formaður BSRB síðan 1988, þingmaður síðan 1995.
FRIÐFLYTJANDI HEIMSÆKIR ÍSLAND

FRIÐFLYTJANDI HEIMSÆKIR ÍSLAND

Það var ánægjulegt að hitta Dalai Lama, friðarverðlaunahafa Nóbels og trúarleiðtoga Tíbeta að máli í heimsókn hans til Íslands.
ÞJÓNUSTUTILSKIPUN MEÐ FYRIRVARA

ÞJÓNUSTUTILSKIPUN MEÐ FYRIRVARA

Gott ef það var ekki á sjálfan kosningadaginn að Morgunblaðið birti forsíðufrétt sem síðan var matreidd í Staksteinum í tilefni alþingiskosniganna um að heilbrigðisráðherra, Ögmundur Jónasson, hefði komið í veg fyrir að þjónustutilskipun Evrópusambandsins yrði samþykkt í ríkisstjórn.
ALÞJÓÐAHEILBRIGÐISÞINGIÐ Í GENF

ALÞJÓÐAHEILBRIGÐISÞINGIÐ Í GENF

Fyrri hluta vikunnar sótti ég ársþing Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, World Health Organization (WHO), í Genf í Sviss.
ÉG HELD MEÐ LÝÐHEILSUSTÖÐ - EKKI NEYTENDASAMTÖKUNUM

ÉG HELD MEÐ LÝÐHEILSUSTÖÐ - EKKI NEYTENDASAMTÖKUNUM

Það gleður mig hve margir taka undir með áherslum Lýðheilsustöðvar og öllum öðrum þeim sem vilja snúa vörn í sókn gegn offituvánni og glerungseyðingunni af völdum sykurdrykkja.
OG SVO VERÐA BÖRNIN RÓLEGRI...

OG SVO VERÐA BÖRNIN RÓLEGRI...

Sjaldan hef ég fengið meiri hvatningu og vinsamlegri viðbrögð við tillögu sem ég hef borið fram en þeirri sem viðruð var í dag á ársfundi Sjúkrahússins á Akureyri.
SAMHENGI KVÓTAUMRÆÐUNNAR

SAMHENGI KVÓTAUMRÆÐUNNAR

Mikið er dapurlegt að hlusta á talsmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks gráta það að til standi að afnema kvótabrask í sjávarútvegi; að loksins, eftir áratuga mótmæli þjóðarinnar, eigi að taka á kvótakerfinu, innkalla aflaheimildir frá mönnum sem hafa sölsað þær til sín til að braska með í eigin þágu og láta þær ganga til endurúthlutunar á réttlátum forsendum.