Um nýliðna helgi var Guðmundur Magnússon kjörinn nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands. Guðmundur er gamall baráttujaxl, sem býr yfir mikilli reynslu í félagsmálum.
Elín Björg Jónsdóttir hefur verið kjörin nýr formaður BSRB. Hún hefur verið starfandi lengi innan bandalagsins, verið í framvarðarsveit og gegnt ótal trúnaðarstörfum.
Á dauða mínum átti ég von en ekki málflutningi Sjálfstæðisflokksins í Icesave-málinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur í dag veist að þeim innan VG sem helst hafa haldið uppi gagnrýni á Ivcesave samninginn.
Einn ógeðfelldasti þátturinn í Icesave deilunni eru óheilindi Breta og Hollendinga sem sett hafa þvingu á Íslendinga en hafa alla tíð þóst saklausir af slíku.Við höfum séð hvernig þessi gömlu nýlenduríki hafa safnað liði í Evrópusambandinu og auk þess beitt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir sig.
Þegar ég sagði af mér embætti heilbrigðisráðherra stóð ég frammi fyrir því að samþykkja þann afarkost Breta og Hollendinga að Íslendingar féllu frá því að ásklija sér rétt til að véfengja, með öllu/eða að hluta til, réttmæti Icesave skuldbindinganna.