Ágætur samstarfsmaður minn í Heilbrigðisráðuneytinu sagði eitt sinn við mig að vandinn við heilbrigðiskerfið væri sá, að starfsstéttirnar sem þar væri að finna og ráðuneytið töluðust yfirleitt ekki við fyrr en í aðdraganda kjarasamninga.
Hversu langt niður skyldi Sjálfstæðisflokkurinn ætla að tala sig á síðustu metrunum fyrir kosningar? Hann stundar nú það sem kallað er málþóf á Alþingi til að koma í veg fyrir að komið verði á laggirnar sérstöku stjórnlagaþingi á komandi kjörtímabili.
Í lok síðustu viku átti ég ánægjulega heimsókn á Hrafnistu en erindið var að heimsækja stofnunina jafnframt því að undirrita samkomulag um rekstur 35 skammtíma hjúkrunarrýma og allt að þrjátíu dagdeildarrými.
Stundum þarf útlendinga til sögunnar svo Íslendingar hlusti. Þetta skilur Egill Helgason flestum betur. Hann á mikið lof skilið fyrir þætti sína Silfur Egils undanfarna mánuði.
Í gær sótti ég þriggja tíma fund með samtökunum Heilaheill. Rætt var um málefni sem snerta félagsmenn og stofnanir sem þeim þjóna, þar á meðal Grensásdeild Landspítalans.