13.05.2009
Ögmundur Jónasson
Mikið er dapurlegt að hlusta á talsmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks gráta það að til standi að afnema kvótabrask í sjávarútvegi; að loksins, eftir áratuga mótmæli þjóðarinnar, eigi að taka á kvótakerfinu, innkalla aflaheimildir frá mönnum sem hafa sölsað þær til sín til að braska með í eigin þágu og láta þær ganga til endurúthlutunar á réttlátum forsendum.