STÖÐVUM FJÖLDAMORÐIN Á GAZA
30.12.2008
Ræða flutt á útifundi á Lækjartorgi. Hvað á að segja um atburðina á Gaza? . Hvaða mælikvarða á að nota á þau voðaverk sem þar eru nú framin? Að ráðist er á fólk sem í reynd er innilokað í fangabúðum; fólk sem getur ekki forðað sér undan sprengjuregni og stórskotahríð? Á að minna á að árásarliðið er brotlegt gagnvart hinum Sameinuðu þjóðum, margútgefnum yfirlýsingum og samþykktum? Að úrskurðir Mannréttindadómstólsins séu virtir að vettugi, Genfarsáttmálinn um mannréttindi brotinn?. Þarf kannski að útlista söguna - segja sögu Gazasvæðisins? Að þar bjuggu fyrir ekki svo löngu síðan um þrjú hundruð þúsund manns - svipað og á Íslandi.