Fara í efni

Greinar

KVÓTANN HEIM Á MYNDBANDI

KVÓTANN HEIM Á MYNDBANDI

Nú er kvótafundurinn sem haldinn var í Þjóðmennigarhúsinu síðastliðinn laugardag, undir yfirskriftinni  Kvótann heim,   kominn á myndband. Það eigum við kvikmyndateyminu þeim Ragnari, Hildi, Gídeon og Agnesi að þakka! Áður hafa þau komið við sögu funda sem taka á brennandi málum samtímans og þá stundum verið fleiri úr þessari frábæru fjölskyldu ...
SKILABOÐ SEM NATÓ HLÝTUR AÐ TAKA TIL SÍN

SKILABOÐ SEM NATÓ HLÝTUR AÐ TAKA TIL SÍN

...  Þess vegna er orðum kvennanna tveggja á myndinni ekkert síður beint til íslenskra stjórnvalda en stjórnvalda annarra ríkja sem bera ábyrgð á hernaðarofbeldi og yfirgangi í Mið-Austurlöndum:  Ef þið viljið ekki taka á móti flóttamönnum, hættið þá að reka fólk á flótta.  ...
KVÓTINN VAR TIL UMRÆÐU – OG VERÐUR TI UMRÆÐU

KVÓTINN VAR TIL UMRÆÐU – OG VERÐUR TI UMRÆÐU

Fundurinn um kvótakerfið í Þjóðmenningarhúsinu á laugardag hefur fengið mikinn hljómgrunn. Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður, flutti þrumugott erindi um kerfið í framkvæmd, hvernig það hefur brotið samfélagið og um naðusyn þess að fá kvótann aftur heim til samfélagsins svo það megi verða heilt á ný. Umræðan á fundinum og í kjölfar hans ómar víða og hafa borist óskir um að fá hann út á land. Við höfum tekið vel í það. Þá er þess að geta að þess er skammt að bíða að fundurinn verði aðgengilegur á youtube. Við vorum svo ólánsöm að   ...
JÓNAS MAGNÚSSON LÁTINN

JÓNAS MAGNÚSSON LÁTINN

Í byrjun liðinnar viku hinn 6. janúar, var borinn til grafar náinn samstarfsmaður minn og vinur, Jónas Sigurður Magnússon. Hann var fæddur 3. ágúst 1955 og lést 20. desember 2019. Hann var því aðeins 64 ára þegar hann lést. Eftirfarandi minningargrein mín um Jónas birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 11. janúar ...
DAGURINN Í DAG - LAUGARDAGURINN 11. JANÚAR – ER DAGURINN

DAGURINN Í DAG - LAUGARDAGURINN 11. JANÚAR – ER DAGURINN

Laugardags-hádegisfundurinn sem boðað er til að þessu sinni hefst kl. 12 og er í Safnahúsinu eða Þjóðmenningarhúsinu (eins og margir kalla það) við Hverfisgötu í Reykjavík. Umfjöllunarefnið er   Kvótann heim – gerum Ísland heilt á ný ...  Á fundinum mun Gunnar Smári Egilsson , blaðamaður, halda erindi en að því loknu gefst færi á að koma á framfæri spurningum og stuttum athugsemdum.   Fundurinn stendur aðeins í rúman klukkutíma enda ekki hugsaður sem langur umræðufundur heldur sem kveikja að frekari umræðu ...  Sjá nánar ...
FUNDUR UM KVÓTANN Á LAUGARDAG TIL UMRÆÐU

FUNDUR UM KVÓTANN Á LAUGARDAG TIL UMRÆÐU

Fyrirhugaður hádegisfundur á laugardag í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík hefur vakið áhuga margra og er það vel.Fjöldi gamals baráttufólks (úr mismunandi stjórnmálaflokkum) hefur haft samband og fagnað því að umræða um kvótamálin skuli nú sett á dagskrá að nýju með afgerandi hætti. Mín tilfinning er sé að einmitt það sé að gerast ...
ALÞINGIS AÐ FÆRA KVÓTANN HEIM – ALMENNINGS AÐ KREFJAST ÞESS

ALÞINGIS AÐ FÆRA KVÓTANN HEIM – ALMENNINGS AÐ KREFJAST ÞESS

Kvótakerfið er ekki eins gamalt og margir ætla. Kerfið í núverandi mynd bjó Alþingi til fyrir aðeins þrjátíu árum. Margir bundu vonir við þetta kerfi, aðrir vöruðu við. Nú er það í verkahring stjórnmálanna að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna, vega þær og meta og breyta því sem breyta þarf … Sjá nánar:   https://www.visir.is/g/2020200109565/althingis-ad-faera-kvotann-heim-almennings-ad-krefjast-thess
KVÓTANN HEIM!

KVÓTANN HEIM!

Sennilega hefur ekkert mál skekið íslenskt samfélag eins mikið á undanförnum þrjátíu árum og kvótakerfið eftir að framsal á kvóta var heimilað í byrjun tíunda áratugarins. Þetta hefur leitt til byggðaröskunar og aukinnar misskitpingar í þjóðfélaginu.  Nú þarf að gera Ísland heilt á ný. Það gerum við með því að ...
RAFMAGNIÐ RÆTT Í ÞJÓÐARÖRYGGISRÁÐI

RAFMAGNIÐ RÆTT Í ÞJÓÐARÖRYGGISRÁÐI

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 04/05.01.20. Einhvern tímann las ég athyglisverða frásögn um rafmagnsleysi í New York. Blaðamaður kortlagði daginn hjá íbúa á efstu hæð í skýjakljúfi.   Þegar hann yfirleitt komst út af heimili sínu mátti hann þakka fyrir að komast aftur til síns heima í lyftulausu háhýsinu. Allir þeir sem áttu við einhverja kvilla að stríða voru hins vegar innilokaðir. En heim kominn, við illan leik eftir stigana, tók ekki betra við ...
HERNAÐARUPPBYGGINGIN Í KEFLAVÍK ER FYRIR HANN

HERNAÐARUPPBYGGINGIN Í KEFLAVÍK ER FYRIR HANN

Íslensk stjórnvöld hafa fallist á að hefja hernaðaruppbyggingu í Keflavík að nýju sem kunnugt er. Það er gert að ósk NATO og helstu forystumanna þar, Donalds Trumps og fleiri vina Alþingis Íslendinga, sem mér er sagt að standi nær einhuga að baki þessum áformum. Trump lítur á sig sem verndara að hætti hnefaleikakappans Rocky og birtir myndir af sjálfum sér þar sem hann ...