27.11.2015
Ögmundur Jónasson
Í vikunni sótti ég tvo athyglisverða fundi í París á vegum Evrópuráðsins. Annars vegar var mér boðið að sitja fund um lyfjaglæpi - medicrime - og hins vegar sótti ég fund félagsmálanefndar ráðsins en í henni á ég sæti.Höfum undirritað en ekki lögleitt. Fyrri fundinn sat ég ásamt Einari Magnússyni, sérfræðingi heilbrigðisráðuneytisins í lyfjamálum, en hann gegnir mikilvægu hlutverki sem formaður starfsnefndar Evrópuráðsins, sem hefur lyfjamál a sinni könnu.