21.10.2015
Ögmundur Jónasson
Á Alþingi í dag hvatti ég ríkisstjórnina til að ganga til samninga þegar í stað á forsendum sem nægðu til að leysa yfirstandandi kjaradeilu þriggja aðildarfélaga BSRB sem nú standa í verkfallsátökum: SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna.. Tilefni þess að ég kvaddi mér hljóðs voru varnaðarorð Birnu Ólafsfóttur, starfsmannas SLFÍ, í fjömiðlum um hversu alvarlegt ástandið væri orðið á sjúkrahúsum, einkum á Landspítalanum þar sem álagið væri löngu orðið óbærilegt vegna mannfækkunar, minna legurýmis, sem þýddi að jafnaði veikara fólk í legurýmum, nokkuð sem gefur auga leið að gerist þegar veikasta fólkinu er forgangsraðað inn í sífellt takmarkaðra rými.