Fara í efni

Greinar

Kastljós 1

KASTLJÓS Á LOF SKILIÐ!

Kastljós Sjónvarpsins fer vel af stað og eiga aðstandendur þessa mikilvæga fréttaskýringarþáttar Ríkisútvarpsins  hrós og lof skilið fyrir umfjöllun sína um málefni flóttamanna.. Þátturinn á mánudag var upplýsandi, lifandi og áhrifaríkur.
USA - árásarflugvél

Á AÐ FÁ SJÁLFAN SKAÐVALDINN AFTUR Á MIÐNESHEIÐINA?

Á vefnum  DEMOCRACY NOW (LÝÐRÆÐI NÚNA), sem er bandarískur fjölmiðill á netinu og öldum ljósvakans er viðtal við Annette Groth, þingkonu Die Linke, Vinstra flokksins í Þýskalandi,  sem hingað kom í sumar og hélt erindi um aðkomu sína að hafnbanninu á Gaza fyrir fimm árum (sjá slóðir m.a.  viðtal við Annette í Fréttablaðinu: http://ogmundur.is/annad/nr/7614/ oghttp://ogmundur.is/annad/nr/7611/.). . Annette Groth er atkvæðamikill þingmaður í heimalandi sínu og öflugur málsvari mannréttinda á þingi Evrópuráðsins.
Guðmundur landl 2

GUÐMUNDAR BJÖRNSSONAR MINNNST Á ALÞINGI

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis minntist þess í dag að hundrað ár eru liðin frá því að sett voru ný þingskaparlög á Alþingi en verkstjórn um gerð laganna var á hendi Guðmundar Björnssonar, alþingismanns sem jafnframt var landlæknir.. Guðmundur Björnsson var merkur maður og forgöngumaður um ýmis framfaramál  á sinni tíð, allt frá vatnsveitumálum í Reykjavík, stofnun Slysavarnafélags Íslands og nýjunga á sviði heilbrigðismála.
Námaskarð 1

ÞARF AÐ ÞJÓÐNÝTA NÁTTÚRUPERLUR?

Áfram er rukkað löglaust við Kerið í Grímsnesi og norðanheiða segir „verkefnisstjóri" sem óvart er jafnframt landeigandi að svo gæti farið að loka verði við Leirhnjúk fái landeigendur ekki að rukka: http://ruv.is/frett/gaeti-thurft-ad-loka-an-gjaldtoku . . Ferðamálaráðherrann lætur þetta allt viðgangast og gengur reyndar lengra og blessar athæfið og þar með ríkisstjórnin öll.
Jeremy corbyn

JEREMY CORBYN: MAÐUR MEÐ SANNFÆRINGU

Jeremy Corbyn vann yfirburðasigur í formannskjöri í breska Verkamannaflokknum. Lýkur þar með vonandi langri eyðimerkurgöngu flokksins um lendur tækifærisstjórnmála og þjónkun við fjármálavald og markaðshyggju.
Revelation 4

OPINBERAÐ Í PARÍS

Í vikunni sótti ég tvo fundi í París, annars vegar í Flóttamannanefnd Evrópuráðsins og hins vegar í Félagsmálanefnd ráðsins.
Flóttamenn -

EVRÓPSKUR FLÓTTAMANNAPASSI?

Á fundi flóttamannanefndar Evrópuráðsins, sem ég nú sit  í París, er sú sprenging sem á sér stað í flóttamannastraumnum frá stríðshrjáðum ríkum til umræðu og rædd af meiri þunga og tilfinningum en ég man eftir.
DV - LÓGÓ

MAKKAÐ MEÐ MILLJARÐA Í BOÐI ALÞINGIS

Birtist í DV 08.09.15.Undir þinglokin í vor var samþykkt á Alþingi frumvarp um svokallaðan stöðugleikaskatt á slitabúin upp á 39%.
Mælistika framfara - markaðshyggja

MÆLISTIKA FRAMFARA: SAMKEPPNI EÐA SAMVINNA?

  . . . Ég hef sannfæringu fyrir því að tuttugasta og fyrsta öldin verði átakaöld á milli lýðræðis/samvinnu og almannaréttar annars vegar og fjármagns og fámennisstjórnar hins vegar.
MBL- HAUSINN

ÞÚ ERT FÍFL!

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 05/06.09.15.. Nei ekki þú lesandi góður, ég er alls ekki að halda því fram að þú sért fífl, ég er miklu frekar að tala um sjálfan mig.