Fara í efni

Greinar

evrópuráðsþing spt 2015 - 3

FLÓTTAMENN OG LYFJAMÁL Á EVRÓPURÁÐSÞINGI

Þessa viku sit ég þing Evrópuráðsins í Strasbourg og skrifa ég þessar línur að loknum tveimur fyrstu dögunum.
VH og GÞÞ

AUKIÐ FRELSI TIL AÐ RÁÐA OG REKA

Formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, hafa lagt fram þingmál sem hefur það markmið að veikja réttarstöðu opinberra starfsmanna þannig að auðveldara verði að ráða og reka.
Ísland í dag og Saga

SNIÐGANGAN TIL UMRÆÐU Á STÖÐ 2 OG ÚTVARPI SÖGU

Hin umdeilda ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að falla frá fyrri samþykkt um sniðgöngu á vörum frá Ísrael var til umræðu í þættinum Ísland í dag á Stöð tvö í gær en ég tók ég þátt í þessum umæðrum.. Í þættinum var rætt um áhrifamátt viðskiptabanns sem baráttutækis og vorum við minnt á hliðstæður frá fyrri tíð, og þá helst viðskiptabannið sem sett var á Suður-Afríku á sínum tíma.. Umræðan er hér:  http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=SRC31769795-7F6E-4E26-932D-E6F66BC63EAD . . Á Útvarpi Sögu var ítarlegt viðtal við Svein Rúnar Hauksson, formann Félagsins Ísland Palestína, um sama efni.
FB logo

ÞINGMAÐURINN OG PÁFINN

Birtist í Fréttablaðinu 22.09.15.. Þingmaðurinn sem vísað er til í fyrirsögninni er Frosti Sigurjónsson. Og páfinn er Franciscus, sá sem nú situr í Róm.
Stjórnskipunar og eftirlitsn 2015 sept

OPINN FUNDUR MEÐ UMBOÐSMANNI ALÞINGIS

Í morgun var haldinn fundur í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis með umboðsmanni Alþingis, Tryggva Gunnarssyni og fleiri starfsmönnum embættis Umboðsmanns Alþingis.
MBL- HAUSINN

ÞYNGRA EN TÁRUM TAKI

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 19/20.09.15.Það er gott kaffið á Segafredo í Leifsstöð og starfsfólkið hjálplegt og þægilegt.
Strákur og hermaður

VEL HEPPNUÐ TILLAGA BJARKAR

Tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur um að Reykjavíkurborg sniðgangi vörur frá Ísrael „meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir" er mjög vel heppnuð að öðru leyti en því að stjórnendur Reykjavíkurborgar virðast ekki búa yfir hugrekki og úthaldi til að fylgja samþykktinni eftir.
DV - LÓGÓ

JEREMY CORBYN: FULLTRÚI HÓFSEMI OG SKYNSEMI

Birtist í DV 19.09.15.Langt er síðan annar eins hófsemdarmaður hefur komist í fremstu víglínu breskra stjórnmála og nýkjörinn formaður Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn.
MBL- HAUSINN

SÉRVALIÐ SIÐGÆÐI

Birtist í Morgunblaðinu 17.09.15.Margir fara mikinn í réttlætingu á refsiðagerðum gagnvart Rússum. Sitthvað er tínt til.
Björk Vilhelmsdottir

GÓÐ VERKLOK BJARKAR

Ekki var ég sáttur við yfirlýsingar Bjarkar Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa, um nauðsynlegt  „spark í rassinn" á mörgum þeim sem leita til félagsþjónustunnar.. En þeim mun ánægðari var ég með svohljóðandi tillögu hennar í borgarstjórn Reykjavíkur um Palestínu: „Borgarstjórn samþykkir að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við Innkaupadeild Reykjavíkurborgar að undirbúa og útfæra sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir.". Tillagan var samþykkt og er hún mikilvæg skilaboð til Ísraelsstjórnar um að láta af ofbeldi í Palestínu og hún er líka mikilvæg stuðningsyfirlýsing við málstað Palestínumanna sem þurfa á því að halda að vonarneistinn í hjörtum þeirra slokkni ekki.. Orð skipta máli en verkin þó enn meira máli.