26.07.2015
Ögmundur Jónasson
Samkvæmt margítrekuðum skoðanakönnunum er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar andvígur því að áfengi sé selt í matvörubúðum og vill halda í það fyrirkomulag sem nú er við lýði.. Samkvæmt því sem ég best veit er meirihluti Alþingis einnig andvígur því að fyrirkomulaginu verði breytt í þeim anda sem nokkrir þingmenn hafa gert að hugsjón sinni og baráttumáli, nefnilega að afnema ÁTVR og koma víni í almennar búðir.. Ef þetta er rétt, er ítrekuð framlagning þingmáls um þetta efni fyrst og fremst aðferð flutningsmanna til að koma málstað sínum á framfæri við þjóðina og hamra á honum í áróðursskyni.