05.08.2015
Ögmundur Jónasson
Birtist í Morgunblaðinu 04.08.15.. Óli Björn Kárason skrifar mikla grein í Mogunblaðið um það sem hann kallar Ögmundar-möntru, en það á að vera skírskotun til þeirrar kenningar þessa varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins og um skeið aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra, að skrif mín um heilbrigðismál að undanförnu og varnarðarorð gegn einkavæðingu á því sviði, séu fyrst og fremst til að ná tvíþættu markmiði, sverta Sjálfstæðisflokkinn og formann hans sérstaklega, en einnig beri að skoða umfjöllun mína í ljósi innanflokksátaka í Vinstrihreyfingunni grænu framboði! . . Með eigin orðum . . Best er að láta Óla Björn segja þetta sjálfan: "Ég er þess fullviss að Ögmundur Jónasson trúir flestu sem hann skrifar en varla öllu.