„Lífeyrissjóðirnir, sem eru eign almennings, ættu ekki að fjárfesta í einkarekinni heilbrigðisþjónustu. Við erum alfarið á móti því og tala ég þá fyrir hönd BSRB.
Í tali manna um lög á verkföll gleymist eitt, nefnilega að verkfall er ekki nein skemmtiganga fyrir neinn. Sá sem fer í verkfall verður fyrir tekjumissi auk þess sem verkfallinu fylgir álag og streita, iðulega vegna þess að fólk hefur af því áhyggjur að valda öðrum erfiðleikum og tjóni.
Varla man ég eftir eins sérstakri stemningu í Alþingishúsinu og þar ríkir þessa dagana. Umræðuefnið á þeim bænum er rammaáætlun um vernd og orkunýtingu.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 09./10.05.15.. Mér er sagt að þegar Sundlaug Vesturbæjar í Reykjavík var reist upp úr miðri síðustu öld þá hafi frumkvæðið komið frá Framfarafélagi Vesturbæjar.
Birtist í DV 09.05.15.. Jón Kalman Stefánsson er góður rithöfundur. Þess vegna staðnæmdist ég við grein sem hann skrifaði í vefritið Kjarnann í vikunni og að sjálfsögðu dró það ekki úr áhuga mínum þegar ég sá að umfjöllunarefnið var það sem rithöfundurinn kallar "Ögmundar-syndrómið".
Á tímum sem í stöðugt ríkari mæli einkennast af skoðanalogndeyðu virðist kennara í Ármúlaskóla hafa tekist að efna til alvöru umræðu um hugmyndafræðielgar átakalínur.
Midnight Sun Guitar Festival er gítarhátíð sem haldin hefur verið undanfarin tvö ár í Reykjavík. Ef vel tekst til að þessu sinni - einsog undanfarin ár - þá standa vonir til að þetta geti orðið að árlegum viðburði í menningarlífinu.. . Það eru tveir ungir klassískir gítarleikarar Ögmundur Þór Jóhannesson og Svanur Vilbergsson,sem standa að hátíðinni sem að þessu sinni samanstendur af þrennum tónleikum en síðustu tónleikarnir eru gala tónleikar með listamönnum og nemendum sem tengjast hátíðinni.