Í aðdraganda Icesave kosninganna hafa fjölmiðlar kappkostað að draga fram rök með og móti Icesavesamningnum. Að mínu mati hafa þeir staðið sig aðdáunarlega vel.
Það var hressandi að koma til Ísafjarðar á ríkisstjórnarfund en lengi höfðum við haft á prjónunum að halda fund á Vestfjörðum.. Í tengslum við ríkisstjórnarfundinn var efnt til funda þar sem okkur var kynnt starfsemi í atvinnu-, menningar- og menntamálum.
Ákveðnar lagareglur gilda um hverjir skuli öðlast íslenskan ríkisborgararétt og á hvaða forsendum. Almennt ganga málin smurt fyrir sig samkvæmt þessu og hefur Innnanríkisráðuneytið framkvæmd leyfisveitinga.
Það er engu líkara en „þetta fólk" ætli að skipta um sjávarútvegskerfi á Íslandi! Hvaða fólk skyldi framkvæmdastjóri SA hafa verið að tala um í fréttum Sjónvarps í kvöld? Hann var að tala um Alþingi og ríkisstjórn Íslands.
Í dag fór fram utandagskrárumræða á Alþingi um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þetta er ekki fyrsta utandagskrárumræðan um Reykjavíkurflugvöll á Alþingi - því fer fjarri.
Í dag var samþykkt á Alþingi að þeir einstaklingar sem kjörnir voru á stjórnlagaþing sl. haust - en kosningin úrskurðuð ógild af Hæstarétti - skyldi boðið að setjast í stjórnlagaráð sem hefði sama hlutverk og stjórnlagaþinginu var ætlað.