
UM LÝÐRÆÐI OG FORGANGSRÖÐUN Í STJÓRNMÁLUM
17.01.2010
Silfur Egils var fjölbreytt einsog oft áður og bauð upp á margt ákaflega umhugsunarvert og fréttnæmt. Fram kom að Lilja Mósesdóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis, ætlar að kalla Fjármálaeftirlitið fyrir nefndina í vikunni til að ganga eftir því hvernig aðhaldi er beitt af þess hálfu gagnvart mismunun í fjármálaheiminum.