ER SLÆMT AÐ VAKA UM DIMMAR NÆTUR?
17.02.2018
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 17/18.02.18.. . Bí, bí og blaka,. álftirnar kvaka,. ég læt sem ég sofi,. en samt mun ég vaka.. . Bíum bíum bamba,. börnin litlu ramba. fram um fjalla kamba. að leita sér lamba.. . Hver þekkir ekki hljómfögru barnagælurnar sem skáldin hafa eftirlátið okkur til að syngja börnin okkar í svefn, dreifa huga þeirra, þar til Óli lokbrá tekur völdin, bí bí og blaka, álftirnar kvaka .... . Það var Sveinbjörn Egilsson sem kvað þessar litlu stökur og ekki er síður angurvært rökkurljóð Jóhanns Sigurjónssonar:. . Sofðu, unga ástin mín,. - úti regnið grætur.. Mamma geymir gullin þín, . gamla leggi og völuskrín.. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur.. . Þetta kom upp í hugann þegar starfshópur ríkisstjórnarinnar um Kjararáð skilaði af sér áliti um að ráðið yrði lagt af.