
ENGAR GLERPERLUR TAKK – VIÐ VILJUM SUNDLAUG!
23.11.2018
Ragnar Ólafsson veltir vöngum yfir því í bréfi til síðunnar hvort Vopnfirðingar séu stórir upp á sig. Því hlýtur hver og einn að svara fyrir sitt leyti. Samkvæmt fréttum vilja þeir, eða margir þeirra, að auðkýfingurinn Ratcliffe, sem er að þræða jarðir á norð-austurhorni landsins upp á eignaband sitt, gefi sér sundlaug. Engar glerperlur takk eins og værukærir frumbyggjar létu sér nægja öldum saman þegar nýlenduherrarnir tóku yfir land og auðlindir, svo vísað sé í bréf Ragnars. Nú er náttúrlega tvennt í þessu ...