Fara í efni

Greinar

i c d lógó

Á RÁÐSTEFNU UM ALÞJÓÐASTJÓRNMÁL Í BERLÍN: VERÐUM AÐ LÝÐRÆÐISVÆÐA SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR!

Í vikunni sem leið var mér boðið til Berlínar að flytja fyrirlestur og taka þátt í ráðstefnu á vegum Institute for Cultural Diplomacy um hvernig koma megi í veg fyrir fjöldmorð og ofbeldi gegn almenningi.. Ég hef tvívegis haldið erindi á vegum þessara samtaka, í Ljúbljana í Slóveníu í októberlok á síðasta ári (http://ogmundur.is/annad/nr/6516/), og síðan í desember sl.
MBL  - Logo

ENGINN FLUGVÖLLUR - EKKERT SAMKOMULAG

Birtist í Morgunblaðinu  30.5.13. Nýlega undirritaði ég, sem innanríkisráðherra, samkomulag við borgaryfirvöld í Reykjavík um aðskiljanlega þætti sem snúa að Reykjavíkurflugvelli.
Klámið ekki þaggað

UMRÆÐA UM OFBELDISKLÁM VERÐUR EKKI ÞÖGGUÐ

Sem betur fer hefur ekki tekist að þagga umræðuna um ofbeldisiðnaðinn. Eins og marga kann að reka minni til hlupu ýmsir upp til handa og fóta þegar ég setti á laggirnar nefnd til að skoða möguleika á því að koma í veg fyrir að klámiðnaðurinn þrengdi sér inn í veröld barna og unglinga eins og nú gerist í sívaxandi mæli.. Andmælendur sögðu að með þessu yrði tjáningarfrelsi (klámiðnaðarins?) skert og skrifaðar voru greinar innanlands og utan um um „frumvarpið" sem ég hefði sett fram, það væri „fasískt" og ég væri „vitskertur".
Hanna Birna tekur við IRR

TÍMAMÓT Í INNANRÍKISRÁÐUNEYTI

Á föstudag afhenti ég Hönnu Birnu Kristjánsdóttur lykla að Innanríkisráðuneytinu með ósk um velfarnað í starfi innanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar.
DV

RÍKISSTJÓRN HÁTEKJUHEIMILANNA

Birtist í DV 24.05.13.. Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna, þeir Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson klifa á því að þeim sé sérstaklega annt um heimilin í landinu.
Matseðill fjárfestanna

HÖFUM VIÐ EKKERT LÆRT?

Í kauphallar- og verðbréfaheimum ríkir gleði þessa dagana. Fólkið sem vildi „Einfaldara Ísland" er að taka við stjórnartaumunum í landinu að nýju; flokkarnir sem skópu aðstæður fyrir mesta efnahagshrun Íslandssögunnar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur,  eru í þann veginn að koma sér fyrir í Stjórnarráðinu í umboði 51% landsmanna.
MBL  - Logo

ALMENNINGSSAMGÖNGUR OG AÐRAR SAMGÖNGUR

Birtist í Morgunblaðinu 21.05.13.. Almenningssamgöngur á Íslandi hafa lengst af verið heldur takmarkaðar og bundnar við þjónustu innan einstakra sveitarfélaga, reyndar örfárra.
Snorri Sigurjónsson

BJARTSÝNN BARÁTTUMAÐUR

Stundum er ég svolítið á eftir í blaðalestrinum og rek um síðir augun í skrif sem ég vildi hafa séð um leið og þau birtust.
MBL -- HAUSINN

STÆRÐ SMÆÐARINNAR

Birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 19.05.13.. Þegar ég var við nám í Edinborg í Skotlandi fyrir nokkuð löngu síðan hugsaði ég stundum til þess að í borginni einni byggju fleiri en á öllu Íslandi.
DV

MÁLEFNI ÚTLENDINGA

Birtist í DV 10.05.13.. Í þjóðfélsagsumræðunni eru iðulega sett undir eina stóra regnhlíf málefni útlendinga sem hér vilja setjast að.