
KAÞÓLSKA KIRKJAN RÍSI UNDIR ÁBYRGÐ !
12.10.2013
Kaþólska kirkjan á Íslandi hefur reynst vera meiri smásál en ég hefði trúað að óreyndu. Einstaklingum sem sættu hroðalegu kynferðisofbeldi af hálfu kirkjunnar þjóna hafa verið boðnar smánarbætur - brotabrot af því sem einstaklingar eru að fá frá íslenska ríkinu sem sanngirnisbætur fyrir brot í stofnunum á vegum ríkisins.