Alþingiskosningar 2013 eru hafnar. Ég býð mig fram í Suðvestur-kjördæmi, Kraganum. Hann tekur yfir Seltjarnarnes, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ , Álftanes, Mosfellsbæ og Kjós.
Fjölmiðlarnir hafa að mörgu leyti staðið sig vel í kynningu á framboðum til þingkosninganna á morgun. RÚV hefur reynt að rísa undir hlutverki sínu sem ríkisfjölmiðill - fjölmiðill í almannaeign - og gefið ÖLLUM framboðum tækifæri til að kynna stefnu sína og sjónarmið.
Birtist í DV 26-28.O4.13.. Getur verið að það taki ekki meira en hálfan áratug að fyrna pólitíska glópsku? Jafnvel þótt glópskan sé af þeirri stærðargráðu að þjóðarbúinu hafi verið kollsteypt og allt þjóðfélagið sett á vonarvöl.
Birtist í Fréttablaðinu 25.04.13.. Í pistli sem thorgils@frettabladid.is skrifar á ritstjórnarsíðu Fréttablaðsins í gær undir fyrirsöginni Fundið fé er fjallað um þá áráttu ráðherra að koma færandi hendi fyrir kosningar, skrifandi upp á framtíðarskuldbindingar án nokkurra heimilda.