Aðalfundur BSRB sem haldinn var í dag sendi frá sér ályktun þar sem krafist er ítarlegrar rannsóknar á fjármálakreppunni, aðdraganda hennar og afleiðingum.
Birtist í Morgunblaðinu 15.10.08.. Hvers vegna skyldi Vinstrihreyfingin grænt framboð hafa tekið vel í hugmyndir um að mynduð yrði þjóðstjórn þegar séð var hvert stefndi? . . . Í fyrsta lagi vorum við á þeirri skoðun að svo alvarlegt ástand væri greinilega að skapast að þörf væri á samstilltu átaki allra stjórnmálaflokka.
Merkilegt hve margir í stjórnarmeirihlutanum á Alþingi er umhugað um að fá fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að sjúkrabeði íslenska fjármálakerfisins með læknisráð og medesín.
Haustið 2006 skrifaði ég grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni, „Bankarnir rífi sig ekki frá samfelaginu." Tilefni greinarinnar voru aðfinnslur og glósur sem að mér hafði verið beint fyrir að vara við óvarlegum fjárfestingum og óhófsbruðli í fjárfestingargeiranum og þeim áhrifum sem það væri farið að hafa á íslenskt samfélag og ætti eftir að hafa ef ekki yrði grundvallarbreyting á.
„Menn hegða sér ekki svona, að fara í fjölmiðla með offorsi," segir Halldór Ásgrímsson, fyrrum ráðherra og fyrrum formaður Framsóknarflokksins í viðtali við Fréttablaðið í dag, laugardag.
Þetta er heitið á ljóði efir Pétur Pétursson sem á erindi við okkur þessa daga. Pétur var um áratuga skeið þulur og dagskrárgerðarmarður á Ríkisútvarpinu og kynntist ég honum vel þegar ég starfaði þar á áttunda og níunda áratugnum.
Þegar ríkisstjórnin kynnti lagafrumvarp sem heimilaði inngrip ríkisvaldsins í bankana var sterklega gefið til kynna af hálfu ráðherra að fólki yrði almennt ekki sagt upp störfum og að það héldi meira að segja réttindum sínum.
Birtist í DV 08.10.08.. Í þann mund sem samþykkt var á Alþingi lagafrumvarp um yfirtöku ríkisins á tveimur bankastofnunum sem komnar voru í þrot og á góðri leið með að setja þjóðarbúið á hliðina, var dreift á borð þingmanna gömlum „góðkunningja" þingsins.