Birtist í 24 Stundum 14.02.08.. Síðastliðin ár hafa fréttir af manneklu innan almannaþjónustunnar - á velferðarstofnunum og í löggæslunni - orðið æ tíðari.
Birtist í Fréttablaðinu 14.02.08.. Greinilegt er að samtök atvinnurekenda leggja nú allt kapp á að fá ríkisstjórnina til að undirgangast loforð um að hvergi verði komið til móts við kjarakröfur launafólks innan almannaþjónustunnar umfram það sem Samtökum atvinnulífsins þóknast.
Birtist í Morgunblaðinu 13.02.08.. Nú er mikið rætt um að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, „axli ábyrgð" vegna REI hneykslisins.
Bogi Ágústsson leiddi Arthur B. Laffer fram fyrir þjóðina í viðtalsþætti sínum í Sjónvarpinu í gær. Laffer þessi er best þekktur fyrir svokallað Laffer-línurit sem á að sýna að undir vissum kringumstæðum geti skattalækkanir aukið tekjur hins opinbera.
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur Egilsson, hefur lýst því yfir opinberlega að atvinnurekendur muni hvetja ríkisstjórnina til að hlíta í einu og öllu því sem SA komi til með að semja um við sína viðsemjendur.
Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, gekkst fyrir því að forsætisráðuneytið svaraði því hve miklum fjármunum hefði verið ráðstafað úr ríkissjóði á hálfu ári í aðdraganda síðustu kosninga, frá því í desemberbyrjun 2006 og fram að kosningum í maí vorið 2007.
Nú er talsvert um það rætt að stjórnmálamenn axli ábyrgð. Þetta er einkum sagt í því samhengi að stjórnmálamönnum beri að segja af sér vegna óafsakanlegrar framgöngu.