Fara í efni

Greinar

ÞÓRODDUR Á YOUTUBE

ÞÓRODDUR Á YOUTUBE

Þá eru páskarnir senn á enda og hversdagurinn að banka upp á að nýju. Ekki svo a skilja að viðtalið sem ég átti við Þórodd Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, um áhrif kvótakerfisins á byggðaþróun, hafi verið eitthvað hversdagslegt. Það var það ekki heldur bæði fróðlegt og mjög umhugsunarvert. Þóroddur hefur ...
ÓSKIR UM GLEÐILEGA PÁSKA

ÓSKIR UM GLEÐILEGA PÁSKA

Fjölmiðlar sýna margir hverjir sínar bestu hliðar á páskum. Það hefur Ríkisútvarpið jafnan gert. Ekki er verra þegar tínt er til eldra efni þótt mikilvægt sé að viðhalda framleiðslu á gæðaefni. Megas og Ævar Kjartansson voru góðir á föstudaginn langa ... Útvarpið var með Jóhannesarpassíu Bachs í nýstárlegri útsetningu Benedikts Kristjánssonar tenórsöngvara, upptöku frá Hallgrímskirkju frá því í mars síðastliðnum. Vel til fundið, þótt einnig hefði mátt sjónvarpa beint frá Tómasarkirkjunni í Leipzig þar sem ...
VERÐTRYGGING SEM SYNDIR Í SJÓ OG GRÆR Í TÚNI

VERÐTRYGGING SEM SYNDIR Í SJÓ OG GRÆR Í TÚNI

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 11/12.04.20. Í bankahruninu fyrir rúmum áratug tapaði norski olíusjóðurinn, bakhjarl norska ríkisins og einn sá öflugasti sinnar tegundar í heimi, stórum hluta af eignum sínum. Íslensku lífeyrissjóðirnir töpuðu líka grimmt. Svo náði kapítalisminn sér á strik og eftir að kyndarar neysluhagkerfisins höfðu fýrað vel upp í nokkur ár voru allir búnir að ná sér. Braskarar græddu og grilluðu á ný sem aldrei fyrr.  Í verðbólgufári sem ...
SA HÆÐIST AÐ BARÁTTU GEGN VERÐTRYGGINGU FJÁRMAGNS

SA HÆÐIST AÐ BARÁTTU GEGN VERÐTRYGGINGU FJÁRMAGNS

Ásdís Kristjánsdóttir , for­stöðumaður efna­hags­sviðs hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins (SA), sagði í viðtali við Morgunblaðið á skírdag að atvinnurekendasamtökin væru í þann veginn að senda ríkisstjórninni tillögur sínar að aðgerðarpakka tvö vegna kórónufaraldursins. En jafnframt þurfi að horfa til farmtíðar að loknu björgunarstarfinu ...
Í BOÐI ÍSLANDS

Í BOÐI ÍSLANDS

Í tilefni þess að menn gleðjast yfir því að okkur skuli hafa verið færðar þær gleðifréttir –   “… sú frétt var að berast…”   að Boris Johnson skuli vera kominn út af gjörgæslu þá legg ég til að við tökum okkur þó ekki væri meira en tíu mínútur til að hugsa út í þvingunaraðgerðir sem ríkustu þjóðir heims beita þau fátæk ríki sem enn ...
OPIÐ BRÉF TIL FORMANNS FRAMSÓKNARFLOKKSINS

OPIÐ BRÉF TIL FORMANNS FRAMSÓKNARFLOKKSINS

Birtist í Morgunblaðinu 09.04.20. Mér hefur stundum fundist tilefni til að gagnrýna formann Framsóknarflokksins, Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra. Nú langar mig hins vegar til að hrósa honum – með fyrirvara þó. Þannig er að ég hef verið að fara í gegnum tímarit og blöð sem ég hef lagt til hliðar á liðnum árum vegna þess að þau hafa haft umhugsunarverð skrif að geyma.  Í þessum bunka dúkkuðu upp  ...
AFHROÐ CORBYNS?

AFHROÐ CORBYNS?

Í útvarpsfréttum á laugardag var okkur sagt að breski Verkamannaflokkurinn hefði kosið sér nýjan formann, Keir Starmer. Hann hefði hlotið 56% atkvæða og taki hann nú við af Jeremy Corbyn  “sem sagði af sér eftir að flokkurinn galt afhroð í þingkosningunum í desember.” Þetta höfum við fengið að heyra áður. Og þetta hafa Bretar oft fengið að heyra áður. Samanburður er sjaldnast rifjaður upp  ...
KVÓTANN HEIM, SUNNUDAG KLUKKAN 12, SLÓÐIN HÉR

KVÓTANN HEIM, SUNNUDAG KLUKKAN 12, SLÓÐIN HÉR

Á sunnudag klukkan 12 verður streymt að venju þættinum  Kvótann heim   og er þetta fjórði þáttur sinnar tegundar. Að þessu sinni verður rætt við   Þórodd   Bjarnason,   prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri,   um áhrif kvótakerfisins á byggðaþróun. Þetta hefur Þóroddur rannsakað betur en flestir fræðimenn auk þess sem hann hefur átt sæti í nefndum og ráðum sem fjallað hafa um mál sem þessu tengjast. Við lítum einnig inn á fund hjá   Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi   þar sem ...
FRELSI FYRIR ÖCALAN, FRELSI FYRIR ALLA PÓLITISKA FANGA!

FRELSI FYRIR ÖCALAN, FRELSI FYRIR ALLA PÓLITISKA FANGA!

Í tilefni af 71 árs afmæli Abdullah Öcalans í dag, hinn fjórða apríl, sameinast hundruð þúsunda, ef ekki milljónir manna, í kröfu um að hann verði látinn laus úr fangelsi svo hann geti að nýju leitt samninga um frið í Tyrklandi og Sýrlandi. Sjá hér ... Abdullah Öcalan er án efa í hópi merkilegustu hugmyndasmiða okkar samtíma. Hann er óskoraður talsmaður Kúrda sem byggja suð-austur Tyrkland og norðanvert Sýrland. Hann hefur nú setið samfellt Í 21 ár í einangrunarfangelsi á eynni Imrali í Marmarahafinu, skammt ...
ÓMISSANDI FÓLK Í LÝÐRÆÐISÞJÓÐFÉLAGI

ÓMISSANDI FÓLK Í LÝÐRÆÐISÞJÓÐFÉLAGI

Ég hef undanfarna daga ítrekað tekið þátt í skoðanakönnunum um viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda við kórónaveirunni, hvort ég sé ánægður og sáttur. Ég hef svarað játandi og meira að segja hvergi sparað lýsingsarorðin og myndi gera enn ... Ef ég nú væri spurður hvort ég bæri traust til tveggja fyrrverandi alþingismanna sem véfengt hafa aðferðafræði íslenskra stjórnvalda, þeirra  Frosta Sigurjónssonar   og   Ólínu Þorvarðardóttur , þá myndi ég tvímælalaust einnig svara játandi og það meira að segja afdráttarlaust ...