Fara í efni

Greinar

TÍMI ENDURMATS

TÍMI ENDURMATS

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 28/29.03.20. Allt er nú opið til endurskoðunar. Skyndilega er fjármálakerfi heimsins opnað upp á gátt. Gallharðir frjálshyggjumenn skrifa í hægri sinnuð málgögn sín að nú verði allir að gerast sósíalistar ef bjarga eigi hagkerfi kapítalismans. “Bara í bili”, flýta þeir sér að bæta við, “annars gætum við setið uppi með sósíalismann.” Ekki þykir þeim það góð tilhugsun. Í hið hægri sinnaða breska stórblað, Telegraph, skrifar ...
NAUÐSYNLEG UMRÆÐA Á SAMSTÖÐINNI

NAUÐSYNLEG UMRÆÐA Á SAMSTÖÐINNI

...  Steinunn Ólína, Ásgeir Brynjar, Þuriður Harpa form. ÖBÍ, Jóhann Páll og Marínó G.   krufðu atburði vikunnar í þættinum í kvöld en   Gunnar Smári   stýrði umræðunni. Fyrr í vikunni hafði fjöldi fólks komið að þessari umræðu á Samstöðinni, þar á meðal   Drífa Snædal, forseti ASÍ.  Það er nauðsynlegt að umræðan í þjóðfélaginu sé sem mest þá daga sem samfélagið er í uppnámi, ekki bara einhver umræða, heldur gagnrýnin uppbyggileg umræða eins og sú sem þarna hefur farið fram ...
UNDIRGEFNI LEYSIR ENGAN VANDA - BURT MEÐ REFSIVÖNDINN !

UNDIRGEFNI LEYSIR ENGAN VANDA - BURT MEÐ REFSIVÖNDINN !

... Og skammt er stórra högga á milli. Út undan mér heyrði ég í fréttum talað um sektir og fangelsanir væri yfirvöldum ekki hlýtt varðandi sóttkví og sitthvað annað tengt kórónaveirunni. Hélt ég að verið væri að flytja okkur fréttir frá Kína eða einhverju ríki þar sem stjórnað er ofan frá. Nei, það var ríkissaksóknarinn á Íslandi sem “hefur gefið fyrirmæli” varðandi “brot á fyrirmælum um sóttvarnarlög”: Geti sektir numið hálfri milljón króna og sex ára fangelsisvist ...
FYRST Í GEGNUM VAÐLAHEIÐINA ÁÐUR EN LENGRA ER HALDIÐ OFAN Í VASA OKKAR?

FYRST Í GEGNUM VAÐLAHEIÐINA ÁÐUR EN LENGRA ER HALDIÐ OFAN Í VASA OKKAR?

Þegar fyrirsjáanlegt er að allt er að hrynja ítrekar samgönguráðherrann að hafist verði handa um stórframkvæmdir í samgöngum sem aldrei fyrr.   Hefur hann lýst því að sum stærstu verkefnanna muni byggja á því sem ráðherrann, sem jafnframt er formaður Framsóknarflokksins kallar “samvinnustefnu”, og gefur þar með í skyn að samvinnuhugsjón síns flokks sé með því endurvakin. Svo er að sjálfsögðu ekki. Samvinnuhugsjón þeirra ...
UMHUGSUNARVERÐ UMMÆLI FORMANNS

UMHUGSUNARVERÐ UMMÆLI FORMANNS

Birtist í Fréttablaðinu 25.03.20. ... Í við­brögðum frá for­manni Sam­taka á­huga­fólks um spila­fíkn, Ölmu Haf­steins­dóttur, sagði m.a.:   „Það besta við þetta er að næstu mánaða­mót munu allir kassar vera lokaðir sem mun gera gæfu­mun fyrir ótal spila­fíkla og fjöl­skyldur þeirra.“ ...
NEI !

NEI !

Ég leyfi mér að fullyrða að flestir, ef þá ekki allir, sem hafa til þess getu,  væru reiðubúnir að gera nánast hvað sem er til að koma samfélaginu til hjálpar við þær erfiðu og alvarlegu aðstæður sem nú eru uppi,   taka að sér áður óþekkt verkefni, fara út fyrir samningsbundið starfssvið sitt og axla nýjar og óhefðbundnar byrðar ef nauðsyn væri talin á því.   En af fúsum og frjálsum vilja!   ekki svona, ekki með lagalegu boðvaldi, ekki rekið til verka með píski!   Ætlun dómsmálaráðherra ...
“ÚT ÚR KÓFINU”: VANGAVELTUR UM MILDA OG HARÐA AÐFÖR AÐ VEIRUNNI

“ÚT ÚR KÓFINU”: VANGAVELTUR UM MILDA OG HARÐA AÐFÖR AÐ VEIRUNNI

...  Ég hef staðnæmst við athygilsverð skrif í þessu sambandi, annars vegar eru það  skrif Hauks Más Helgasonar   um ”leiðirnar tvær út úr kófinu”   og hins vegar viðtal  blaðamannsins   Erics Lluents   við   Mathew Fox,   prófessor í faraldsfræði við háskóla í Boston í Bandaríkjunum þar sem hann gagnrýnir nálgun íslenskra stjórnvalda. Hér er ...
HARÐLÍNU-HÆGRIÐ: VERUM ÖLL SÓSÍALISTAR  - Í BILI !

HARÐLÍNU-HÆGRIÐ: VERUM ÖLL SÓSÍALISTAR  - Í BILI !

Um allan heim íklæðast úlfarnir nú sauðargæru:  Nú verðum við öll að vera sósíalistar í bili – það verðum við að gera eigi að takast að bjarga kapítalismanum,   “Boris must embrace socialism immediately to save the liberal free market”,   skrifar   Ambrose Evans-Pritchard   í hið hægri sinnaða breska stórblað,   Telegraph.   Í sama blað skrifar annar hægri maður   Tom Harris :   Við eigum ekki annarra kosta völ en að gerast sósíalistar í stríðinu við kórónaveiruna ...
SEGIR SKÝSTRÓK HAFA FARIÐ UM AKRANES

SEGIR SKÝSTRÓK HAFA FARIÐ UM AKRANES

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness talar tæpitungulaust um félagslegar og efnahagslegar afleiðingar kvótakerfisins í núverandi mynd í þættinum Kvótann heim kl. 12 á hádegi sunnudaginn 22. mars. Þátturinn er hér hér: https://kvotannheim.is/   Á þessari sömu slóð verður síðan hægt að nálgast fyrri þætti í þáttaröðinni Kvótann heim.
FORMAÐUR FISKFRAMLEIÐENDA OG ÚTFLYTJENDA Í ÞÆTTINUM KVÓTANN HEIM

FORMAÐUR FISKFRAMLEIÐENDA OG ÚTFLYTJENDA Í ÞÆTTINUM KVÓTANN HEIM

... Svona hefst grein sem Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda skrifar á vefmiðilnn vísi.is í vikunni. Og hann vill breytingar strax :   “…F ordæmalausar aðstæður öskra á breytingar. ”  Þetta rímar ágætlega við áherslur í þættinum   Kvótann heim   kl. 12 sunnudaginn 22. mars en þátturinn verður síðan aðgengilegur á netinu. Áhugavert verður að heyra Arnar útlista sitt mál hér ...