MEÐVIRKNI ALMANNAVARNA OG FJÖLMIÐLA
21.03.2020
Ég styð almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld í viðleitni þeirra til að hefta útbreiðslu Covid-19 veirunnar á Íslandi. Með einum fyrirvara þó. Ég hef leyft mér að lýsa undrun á því að þessir aðilar hafi enn sem komið er hunsað beiðni Samtaka áhugafólks um spilafíkn um að láta loka spilavíutm og aðgengi að spilakössum sem augljóslega gætu borið smit. Á öllum fréttamnnafundunum sem efnt er til kvölds og morgna hefur ríkt þögn um þetta málefni ... Opið bréf var skrifað til dómsmálaráðherra. Engin svör, engin viðbrögð og enginn fjölmiðill sem gengur eftir þeim. Beiðni send almannavörnum og heilbreiðgisyfirvöldum. Engin viðbrögð ...