Fara í efni

Greinar

TAKK REYNIR!

TAKK REYNIR!

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 20.21.06.20. Þegar þeir Kristján Thorlacius, Einar Ólafsson, Haraldur Steinþórsson og fleiri úr forystusveit BSRB á árum áður stóðu að uppbyggingu orlofsbyggða samtakanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, kölluðu þeir sér til leiðsagnar bestu landslagsarkitekta sem völ var á. Þetta þótti ekki ...
UMSÖGN TIL ALÞINGIS UM LANDAKAUPA-FRUMVARP

UMSÖGN TIL ALÞINGIS UM LANDAKAUPA-FRUMVARP

Eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á  lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna. 715. mál   sendi ég til Alþingis og kom ég fyrir fáeinum dögum fyrir þingnefndina sem um málið fjallar ...
RÍKISSTJÓRNIN HEFTIR EKKI LANDAKAUP AUÐMANNA  (Fyrri grein)

RÍKISSTJÓRNIN HEFTIR EKKI LANDAKAUP AUÐMANNA (Fyrri grein)

Birtist í Morgunblaðinu 18.06.20. Á undanförnum árum hafa verið mikil brögð að því að auðmenn, bæði íslenskir en þó ekki síður erlendir, kaupi upp landareignir hér á landi og eru sumir þeirra komnir með umtalsvert eignarhald á sína hendi, sumir gríðarlegt. Þetta hefur farið mjög fyrir brjóstið á mörgum leyfi ég mér að fullyrða, þótt ekki hafi mótmæli verið mjög sýnileg. Nýlega afhenti kona úr Hafnarfirði, Jóna Imsland, forsætisráðherra tíu þúsund undirskriftir þar sem ...  
ÁBYRGÐ Á REKSTRI SPILAKASSA OG SPILAVÍTA SKRÁÐ Á NÖFN OG KENNITÖLUR

ÁBYRGÐ Á REKSTRI SPILAKASSA OG SPILAVÍTA SKRÁÐ Á NÖFN OG KENNITÖLUR

Þar kom að því að þöggun á kröfum um að spilakössum og spilavítum verði lokað er mætt með því að færa ábyrgðina á nöfn og kennitölur þeirra sem stýra þeim samtökum og stofnunum sem hagnast á rekstri þessara vítisvéla sem sett hafa fjölda heimila í rúst og eyðilegt líf þúsunda einstaklinga.  Þetta er gert í heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í dag. Þetta eru fullkomlega eðlileg og réttmæt viðbrögð   Samtaka áhugafólks um spilafíkn   eftir alla þá ...
FUNDURINN SEM EKKI VARÐ – ENNÞÁ

FUNDURINN SEM EKKI VARÐ – ENNÞÁ

Hinn 15. mars síðastliðinn stóð til að efna til fundar um fiskveiðistjórnunarkerfið í Reykjanesbæ þegar tilmæli bárust frá sóttvarnaryfirvöldum að ekki skyldi efnt til fjölmennra funda vegna veirufaraldursins illræmda.  Þá var brugðist við með því að senda út “sjónvarpsþætti” á netinu ...  Nú verður gert hlé á þessum útsendingum fram yfir  verslunarmannahelgi en þá munum við láta heyra í okkur enda stendur ekki til að þagna ...
OLÍS SVARAR KALLI ÞJÓÐARINNAR EN HVAÐ GERA ÞJÓÐKJÖRNIR FULLTRÚAR?

OLÍS SVARAR KALLI ÞJÓÐARINNAR EN HVAÐ GERA ÞJÓÐKJÖRNIR FULLTRÚAR?

... Þ arna sýnir Olís félagslega ábyrgð sem ber að þakka og lofa. Vonandi verður framhald þarna á. Fyrir bragðið verður ánægjulegra að koma inn á sölustaði Olís! ... Þá þarf að horfa til r íkisstjórnar og Alþingis sem bera ábyrgð á ósómanum með því setja ekki lög sem banni spilavíti eða að lágmarki setji lagaramma sem veiti spilafíklum einhverja lágmarksvörn þegar framangreindar hjálparstofnanir og æðsta menntastofnun þjóðarinnar gera atlögu að þeim. Ríkisstjórn og Alþingi hafa til þessa stólað á að þögn ...
VILJA RÝMKA FYRIR SMÁBÁTAVEIÐUM – NEFNA DÆMI UM BRASK OG SIÐLEYSI

VILJA RÝMKA FYRIR SMÁBÁTAVEIÐUM – NEFNA DÆMI UM BRASK OG SIÐLEYSI

Sveinbjörn Jónsson , sjómaður til áratuga, er gagnrýninn á kvótakerfið, segir það ekki byggt á neinu sem líkja megi við vísindi. Þvert á móti hafi  vanbúin vísindi verið notuð til að afvegaleiða okkur. Sveinbjörn á að baki gríðarlega ...  Ragnar Önundarson , viðskiptafræðingur, hefur hins vegar ekki talað gegn kvótakerfi í fiskveiðum. En ekki ver hann braskið, þvert á móti gagnrýnir hann það harðelga. Rifjar upp að útgerðarmanni voru gegfnar upp skuldir upp á 20 milljarða í bankahruninu. Skömmu síðar hafi sami aðili  ...
BARÁTTUKVEÐJUR TIL SJÓMANNA: KVÓTANN HEIM!

BARÁTTUKVEÐJUR TIL SJÓMANNA: KVÓTANN HEIM!

...  Í þáttunum  Kvótann heim   (sem sendur er út á sunnudögum klukkan 12 og eftir það aðgengilegt á youtube   https://kvotannheim.is/   ) er fjallað um mikilvægi þess að tryggja eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sjávar og skynsamlega nýtingu hennar. Í nýjasta þættinum, sunnudaginn sjöunda júní, er rætt við tvo valinkunna menn, þá   Sveinbjörn Jónsson,   gamalreyndan sjómann að vestan, lengi í forystu sjómanna, og   Ragnar Önundarson,   viðskiptafræðing, sem ...
FÍB LEGGST GEGN NÝ-SAMVINNUSTEFNUNNI

FÍB LEGGST GEGN NÝ-SAMVINNUSTEFNUNNI

Sem kunnugt er hefur Sigurður Ingi, samgönguráðherra, lagt fram frumvarp um vegaframkvæmdir í umboði ríkisstjórnarinnar. Er frumvarpið kennt við samvinnustefnuna og heitir "frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir." Gamlir framsóknarmenn, sem unnu samvinnustefnunni á öldinni sem leið, eru sagðir bylta sér ákaft í gröfum sínum við þessi tíðindi því ný-samvinnustefnan byggir á því að ...
ANDLITSLAUST ANDLIT

ANDLITSLAUST ANDLIT

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 06/07.06.20. ... En einmitt þess vegna er rétt að vera á varðbergi. Því freistingin er sú og veruleikinn er sá að óþægileg gagnrýni í garð valdahafa eða valdakerfis eða einfaldlega skoðanir á skjön við ríkjandi rétttrúnað verði skilgreind sem falsfréttir, eins og valdhafar víða eru farnir að kalla alla gagnrýni í sinn garð. Í kjölfarið sætir slík gagnrýni þöggun ...