Fara í efni

Greinar

STYRKJUM SAMSTÖÐINA – ÞAKKIR GUNNAR SMÁRI !

STYRKJUM SAMSTÖÐINA – ÞAKKIR GUNNAR SMÁRI !

Þessi hér að ofan voru í umræðuþætti Samstöðvarinnar í kvöld. Öll voru þau góð. Ég var sammála þeim um margt, ekki allt, fremur en stjórnandanum Gunnari Smára Egilssyni. Auðvitað ætti mynd af honum að tróna hér yfir. Frá í vor hefur hann haldið úti umræðum á Samstöðinni sem risið hefur yfir flest sem flutt hefur verið annars staðar. Slíkir menn fá sjaldnast að njóta sannmælis. Ég vil að þeir geri það...
SENN ANDAR SUÐRIÐ SÆLA VINDUM ÞÝÐUM

SENN ANDAR SUÐRIÐ SÆLA VINDUM ÞÝÐUM

...  Nú mætti segja mér að Jónas Hallgrímsson, listaskáldið góða, hefði orðið glaður, væri hann á meðal okkar, sæi hann hvað gera má með “vindum þýðum” fyrir land og þjóð, enda örugglega það sem hann átti við þegar hann kvað ...
SIGGA SYSTIR KVÖDD

SIGGA SYSTIR KVÖDD

Sigríður Knudsen var ekki systir mín. Samt var hún það okkar í milli. Þegar hún kynnti sig fyrir mér í síma einhvern tímann í kringum aldamótin sagðist hún vera bekkjarsystir mín úr Melaskóla. Eftir nánari samræður sagði ég að það gæti ekki staðist því eitt ár væri á milli okkar í aldri. Gott og vel sagði Sigga, þá var ég alla vega skólasystir þín. Og þar við sat en til styttingar sleppti hún skóla-tilvísuninni og úr varð einfaldlega Sigga systir ...
FORMGALLAR OG FRELSARAR

FORMGALLAR OG FRELSARAR

...  Skyldi þetta duga til að sefa gagnrýnisraddir? Þetta er aðeins önnur nálgun en sú sem reynd var á Dalvík eftir Namibíuþátt Kveiks. Þá var forstjóri Samherja látinn birtast í kaffistofu fiskverkafólks starfandi hjá fyrirtækinu á Dalvík. Frelsandi faðmurinn var útbreiddur, manni hefði ekki komið á óvart á sjá naglaför í lófum. Verið róleg sagði forstjórinn við starfsfólkið, ég stend með ykkur nú þegar að ykkur er ráðist ...
ÆVAR GENGINN

ÆVAR GENGINN

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 15/16.08.20. ... Það sem ég sennilega er að reyna að segja er að þótt Ævar sé genginn í þeim skilningi sem hér hefur verið lýst þá er verkefnið að sjá til þess að hann gangi aftur – verði afturgenginn. Slíkir reimleikar á útvarpsstöð geta aðeins orðið til góðs  ...
RAGNHEIÐAR ÁSTU PÉTURSDÓTTUR MINNST

RAGNHEIÐAR ÁSTU PÉTURSDÓTTUR MINNST

Í dag fór fram útför Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur, útvarpsþular með meiru, frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Athöfnin var áhrifarík og verður eftirminnileg eins og Ragnheiður Ásta sjálf. Ég minnist hennar nokkrum orðum í minningargrein í Morgunblaðinu í dag og fer hún hér á eftir.  Hér á heimasíðu minn hefur Ragnheiður Ásta stundum komið við sögu og fann ég eina slíka tilvísun með leitarvél. Þar segir frá ...
LÍTIL STÓRFRÉTT EÐA STÓR SMÁFRÉTT?

LÍTIL STÓRFRÉTT EÐA STÓR SMÁFRÉTT?

Veit ekki alveg hvað á að segja um frétt sem biritst í Morgunblaðinu 17. júlí síðastliðinn og virðist ekki hafa vakið mikla athygli; ekki viss hvort þetta hafi verið stórfrétt að smáfrétt. Hún fjallar um aðgengi að landinu fyrir erlent fólk, hverjir megi koma til Íslands í Covid-fári og hverjir ekki. Og hér voru það einstaklingar utan Schengen sem voru til skoðunar. Þeir mættu ekki koma hingað sem væru einfaldlega að fara í frí. Þar væru engar undantekningar gerðar sagði í fréttinni. Væru þeir í viðskiptaerindum þá gegndi hins vegar öðru máli ...
HIROSHIMA, LÍBANON, SÝRLAND, VENESÚELA, LÍBÍA: VIÐBRÖGÐ OG VIÐBRAGÐALEYSI

HIROSHIMA, LÍBANON, SÝRLAND, VENESÚELA, LÍBÍA: VIÐBRÖGÐ OG VIÐBRAGÐALEYSI

... Þ egar viðbrögð og viðbragðaleysi er skoðað í sögulegu ljósi verður til sýnilegt mynstur. Það sem þá kemur í ljós ætla ég að valdi fleirum en mér velgju ...
UMRÆÐA UM HEILBRIGÐISMÁL OG GÁTA LÖGÐ FYRIR LESENDUR

UMRÆÐA UM HEILBRIGÐISMÁL OG GÁTA LÖGÐ FYRIR LESENDUR

...  Hvernig væri að taka umræðu lið fyrir lið um það hvernig fjármagn til heilbrigðismála nýtist best. Ásgeir Guðnason læknir reið á vaðið í þessari lotu í alvöruþrunginni og vandaðri blaðagrein. Hann vill nálgast viðfangsefnið með opnum huga og skoða nýjar leiðir innan kerfisisns. Tökum skrif hans alvarlega og fáum svör við spurningum hans. Látum fulltrúa fjárgróðans á þingi og utan þings ekki eyðileggja heilbrigðiskerfið. Þeim hefur tekist þetta sums staðar með hörmulegum afeiðingum ...
PENINGAR EIGA AÐ HAFA ANDLIT

PENINGAR EIGA AÐ HAFA ANDLIT

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsis 01/02.08.20. ...Svo kemur skyndilega hljóð úr gagnstæðri átt. Forseti ASÍ segir hrægamma á flugi, hnita yfir bráð sinni, og formaður VR andmælir því að lífeyrisjóðir séu látnir þjóna gömmum: Ekki krónu til Icelandair á meðan þar er vaðið um á skítugum skónum, segir verkalýðshreyfingin og er öllum sýnileg. Ekkert skuggatal þar. Ég var í hópi þeirra sem fagnaði þessum yfirlýsingum og geri enn ...